Fréttasafn

Viðræður um sameiningu

Sveitarstjórnir Hörgárbyggðar og Arnarneshrepps hafa ákveðið að taka upp viðræður á grundvelli 90. gr. sveitarstjórnarlaga um hugsanlega sameiningu sveitarfélaganna. Í samræmi við lagagreinina hafa sveitarstjórnirnar kosið í samstarfsnefnd til að kanna kosti og galla sameiningarinnar. Í nefndina hafa verið kosin: Axel Grettisson frá Arnarneshreppi Birna Jóhannesdóttir frá Hörgárbyggð Helgi B. St...

Fundargerð - 18. nóvember 2009

Miðvikudaginn 18. nóvember 2009 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 45. fundar  í Þelamerkurskóla. Mætt voru: Aðalheiður Eiríksdóttir, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra. Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir. &...

Gásagátan er komin út

Barnabókin "Gásagátan", sem er spennusaga frá 13. öld fyrir börn, er komin út. Hún er eftir hinn vinsæla barnabókarithöfund Brynhildi Þórarinsdóttur. Af því tilefni var Katrínu Jakobsdóttur, menntamálaráðherra, afhent eintak af bókinni á degi íslenskrar tungu og fæðingardegi barnabókarithöfundarins Jóns Sveinssonar – Nonna. Laugardaginn 21. nóvember kl. 14-16 mun Brynhildur lesa uppúr b...

Fundargerð - 11. nóvember 2009

Mættir: Jónína Garðarsdóttir, Helga Jónsdóttir, Líney Diðriksdóttir, Hugrún Hermannsdóttir, Bernharð Arnarson, Jón Þór Brynjarsson, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir.   Almennt: Níu starfsmenn fastráðnir við leikskólann, tveir lausráðnir. Tólfti starfsmaðurinn er ræstitæknir. Í nóvembermánuði eru 30 börn. 1. jan. 2010 verða þau 32 í 31 og hálfu plássi. 1. febr. gæti verið tekið inn 33ja barnið. 7 bör...

Fundargerð - 11. nóvember 2009

Miðvikudaginn 11. nóvember 2009 kl. 16:00 kom framkvæmdanefnd Þelamerkurskóla saman til fundar í skólanum. Á fundinum voru Axel Grettisson, Helgi Bjarni Steinsson, Ingileif Ástvaldsdóttir og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem skrifaði fundargerð.   Þetta gerðist:   1. Fjárhagsáætlun ársins 2009, endurskoðun Lögð fram drög að endurskoðaðri fjárhagsáætlun ársins 2009 fyrir Þelamerku...

Fundargerð - 11. nóvember 2009

Miðvikudaginn 11. nóvember 2009 kom stjórn Íþróttamiðstöðvarinnar saman til fundar í skrifstofu Hörgárbyggðar. Mættir voru: Axel Grettisson, Helgi Steinsson, Lárus Orri Sigurðsson og Guðmundur Sigvaldason, sem ritaði fundargerð.   Fundurinn hófst kl. 15:00.   Fyrir var tekið:   1. Eftirlitsskýrsla eldvarnaeftirlits Lagt fram afrit af eftirlitskýrslu eldvarnaeftirlitsins, dags....

Ljóðasund í Þelamerkurskóla

Dagur íslenskrar tungu verður mánudaginn 16. nóvember nk. Eins og venja er til halda nemendur og kennarar Þelamerkurskóla hann hátíðlegan. Í ár verður brugðið út af vananum og haldin sýning í sundlauginni. Á sýningunni verða verk nemenda sem þeir hafa unnið í yfirstandandi viku. Kveikja þeirra er störf og ævi Jónasar Hallgrímssonar. Dagur íslenskrar tungu er fæðingardagur Jónas...

Fundargerð - 10. nóvember 2009

Þriðjudaginn 10. nóvember 2009 kl. 20:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgárbyggðar saman til fundar í Þelamerkurskóla. Á fundinum voru: Aðalheiður Eiríksdóttir, Birna Jóhannesdóttir, Guðmundur Víkingsson og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri.   Þetta gerðist:   1. Skjaldarvík, deiliskipulag vegna dælustöðvar Tillaga að deiliskipulagi vegna dælustöðvar í landi Skjaldarvíkur var aug...

Ný samtök

Á fjölmennum fundi í Hlíðarbæ í gærkvöldi voru stofnuð samtök stofnfjáreigenda í fyrrum Sparisjóði Norðlendinga. Tilgangur samtakanna er að standa vörð um hagsmuni félagsmanna og bankastarfsemi sem byggir á gildum samhjálpar og félagshyggju. Tilgangi sínum hyggjast samtökin ná með fundahöldum og útgáfustarfsemi til að upplýsa félagsmenn um málefni samtakanna og hvetja til samstöðu um þau mál sem s...

Endurvinnslutunnur á heimilin

Gert er ráð fyrir endurvinnslutunnum við öll heimili í endurnýjuðum samningi um sorphirðu, sem Hörgárbyggð hefur gert við Gámaþjónustu Norðurlands ehf. Framundan eru miklar breytingar á meðhöndlun úrgangs á Eyjafjarðarsvæðinu, sem m.a. munu leiða til þess að kostnaður við förgun óflokkaðs úrgangs mun aukast mikið á næstu árum. Því er mikilvægt að sem allra mest af úrgangi heimila, fyrir...