Endurvinnslutunnur á heimilin
29.10.2009
Gert er ráð fyrir endurvinnslutunnum við öll heimili í endurnýjuðum samningi um sorphirðu, sem Hörgárbyggð hefur gert við Gámaþjónustu Norðurlands ehf. Framundan eru miklar breytingar á meðhöndlun úrgangs á Eyjafjarðarsvæðinu, sem m.a. munu leiða til þess að kostnaður við förgun óflokkaðs úrgangs mun aukast mikið á næstu árum. Því er mikilvægt að sem allra mest af úrgangi heimila, fyrirtækja og stofnana verði flokkaður til endurvinnslu til að halda aftur af kostnaðaraukningunni. Í því sambandi eru endurvinnslutunnurnar lykilatriði.