Sigurborg Björnsdóttir
Vísnasafn Hörgársveitar
Sigurborg Björnsdóttir
frá Barká
fædd 1878, dáin 1967, systir Friðbjörns í Staðartungu
Um innheimtumann:
Settu upp hattinn, hnepptu frakkann,
hafðu á þér fararsnið.
Mér finnst betra að horfa í hnakkann
heldur en sjá í andlitið.
Sigurborg um sjálfa sig:
Kringum mig var klaki og hjarn,
hvergi yl að finna,
Ég var ekkert óskabarn
átthaganna minna.
Gervivara:
Áhyggjunum bylti ég bara
botnlausan í gleymskuhyl.
Þótt gleðin reynist gervivara
gott er meðan hún er til.
Svefn:
Svefninn er svo svalandi,
svefninn huggun veitir,
svefninn eyðir sorginni,
svefninn öllu breytir.
Úr kuldanum:
Sá, sem kannar kuldann hér
kannski verður feginn,
ef hann fær að orna sér
við eldinn hinumegin.