Sveinn Jóhannsson

Vísnasafn Hörgársveitar

 

Sveinn Jóhannsson

Flögu

 

 

Sveinn var staddur á uppboði. Þar var maður, hraðkvæður mjög, en þótti vera bullari. Lét hann mikið yfir sér og orti óspart níð og kerskni um uppboðsgesti. Þá kvað Sveinn:

Ropar þú með rembið skap,

rápar meir en leyfir táp.

Opið stendur gómagap;

glápa menn á kvæða snáp. 

 

 

Tilefni óþekkt:

Ágirnd lúður, líður þraut

lasta-júði grófur.

Ganar snúðugt glæpabraut

gamall búðarþjófur. 

 

 

 

Til baka í yfirlit vísnasafnsins