Sigurður Sigurðsson
Vísnasafn Hörgársveitar
Sigurður Sigurðsson
f. 1774, d. 1862
Prestur á Bægisá 1820-1830. Foreldrar: Sigurður Sigurðsson að Skipalóni og k.h. Elín Tómasdóttir. Stúdent úr Hólaskóla 1797. Varð aðstoðarprestur á Völlum 1804-1811. Fékk Bægisá 1820, Reynivelli 1830, og síðar Auðkúlu árið 1843. Lést í Litladal Hún. Hann var vel að sér og skáldmæltur. Heimild: Íslenskar æviskrár IV, bls. 260.
Höfundur flutti frá Bægisá í Hörgárdal að Reynivöllum í Kjós. Þar gerði hann þessa braghendu þar sem hann virðist leggja að líku bleytuna í Hörgárdal og syndir Sunnlendinga:
Ber ég saman bleytunabba á Bæsármýrum
og syndirnar á Suðurlandi
sem að eru óteljandi.
og syndirnar á Suðurlandi
sem að eru óteljandi.
Gamall vagar seinn á sér.
Samt um daga á ferli.
Heima snagar halda mér.
Helst þó bagar elli.
Samt um daga á ferli.
Heima snagar halda mér.
Helst þó bagar elli.
Gott er að kyssa Gunnhildi.
Gaman er að slíku.
Það er betra en þunnildi
þessa að faðma píku.
Gaman er að slíku.
Það er betra en þunnildi
þessa að faðma píku.
Hann er svartur á hár og skinn
harla líkur sínum.
Lítið honum til lasts ég finn,
lof sé skapara mínum.
harla líkur sínum.
Lítið honum til lasts ég finn,
lof sé skapara mínum.
Heyin mæna hátt við ský.
Hlíð er væn og Kúla græn.
Verkstjórn Árna veldur því
vella glær og prestsins bæn.
Katrín litla í kútnum rær.
Kerrt hún Ella stendur.
Sigga bleytir sínar tær.
Sígur hún Gunna hendur.
Kerrt hún Ella stendur.
Sigga bleytir sínar tær.
Sígur hún Gunna hendur.
Naskur beitir nálinni.
Nú með huga glöðum.
Sandur er í sálinni
Sveins á Bessahlöðum.
Nú með huga glöðum.
Sandur er í sálinni
Sveins á Bessahlöðum.
Um konu sína á ferðalagi:
Prestskonan hún faldar frítt með fallegt enni.
Ljósaskjótt og litförótt
lullar undir henni.
Ljósaskjótt og litförótt
lullar undir henni.
Ort þegar Sigurður var settur í embætti á Auðkúlu af sr. Jóni prófasti í Steinnesi:
Séra Jón þó segi eitthvað,
siðavandur bokki.
Svíndælingar þola það,
þeir mega tala úr flokki.
siðavandur bokki.
Svíndælingar þola það,
þeir mega tala úr flokki.
Snarfari þá snýst hann á
snotrum þófa hrafni.
En Hægfari við heimastjá
held ég sé að jafni.
snotrum þófa hrafni.
En Hægfari við heimastjá
held ég sé að jafni.
Guðmundur skrifari svaraði: Vísu gjörir gagnorður geði með ófúlu. Gamli séra Sigurður sem að er á Kúlu.
Þetta hringhenda stikluvik orti höfndur þegar kona hans vandaði um klæðaburð hans:
Um annað hugsa ég oftast nær
en um buxur mínar.
Mér er uxi meira kær
meri dugs og falleg ær.
en um buxur mínar.
Mér er uxi meira kær
meri dugs og falleg ær.
Varla getur Valgerður mín skilið
að veröldin okkur verði þröng.
Við erum bæði mjó og löng.
að veröldin okkur verði þröng.
Við erum bæði mjó og löng.
Þá vill góa þróa snjó
þrá um móa flóa sjó.
Frá oss lóa fróin dró.
Fá mun tófa að sóa ró.
þrá um móa flóa sjó.
Frá oss lóa fróin dró.
Fá mun tófa að sóa ró.
Jarðsetti bónda sem hann átti í brösum við með þessum orðum:
Þú liggur þarna laufaver
lagður niður í grafarhver.
Meira ég ekki þyl yfir þér.
Þú þrjóskaðist við að gjalda mér.
lagður niður í grafarhver.
Meira ég ekki þyl yfir þér.
Þú þrjóskaðist við að gjalda mér.