Stefán Valgeirsson

Vísnasafn Hörgársveitar

 

Stefán Valgeirsson

Auðbrekku, fæddur 20. nóvember 1918, dáinn 14. mars 1998.

 

 

Í þingveislu:

Ingólfur á Hellu hefur

hátt, og þykist öllu ráða,

undan honum Gylfi grefur

gröf, sem nægir fyrir báða. 

 

 

 

Þegar Þorsteinn Pálsson myndaði ríkisstjórn, snemma í júlí 1987, orti Stefán:

Ekki gat það verið verra;

valdið fært í hendur krata,

og Þorsteinn Pálsson hæsti herra;

hörmung, hvað þeir Framsókn plata! 

 

 

 

Til baka í yfirlit vísnasafnsins