Skúli Magnússon
Vísnasafn Hörgársveitar
Skúli Magnússon
F. 1911, d. 1986. Kennari á Akureyri. Ólst upp í Hátúni (nú hluti af Auðbrekku) og síðar í Skriðu. Hann var snemma hagmæltur og skáldmæltur, en lagði þá iðju að mestu niður og fátt er því handbært eftir hann.
Við mennina talar tíminn,
tefjum ekki, ég fer.
Bíðið fugla og blóma,
en bíðið ei eftir mér.
---------
Sonur Skúla er Magnús, f. 1939, læknir í Reykjavík. Eftir hann eru þessar vísur:
Heimþrá Norðlendings:
Hrygga og glaða um veröld vítt
vetrar baðar sólin
en hugann laða heldur lítt
höfuðstaðarjólin.
Sléttubönd:
Brellinn vindur hvæsir hátt,
hreykjast tindar fjalla,
svellin lindir binda brátt,
blindar girndir kalla.
Heimþrá II:
Utanlands ég ekki
uni mér,
engir sem ég þekki
eru hér.
Íslenskur tregi:
Sit ég að töpuðu tafli um haust
og trega mín færi - og fé.
Allt fram streymir endalaust
eins og ekkert sé.
Játning:
Þótt hvert mitt áform auðvitað sé
mjög alvarleg meint,
er það ýmist, því miður, ótímabært
ellegar orðið of seint.
Til baka í yfirlit vísnasafnsins