Þorsteinn Valgeirsson

Vísnasafn Hörgársveitar

 

Þorsteinn Valgeirsson

F. 25. mars 1921 á Auðbrekku í Hörgárdal, dáinn 24. nóvember 1980. Búfræðingur og búfræðikandidat frá Hvanneyri. Starfað um tíma sem ráðunautur hjá Búnaðarfélagi Íslands og síðar við verslunar- og skrifstofustörf í Reykjavík.

 

 

Ort fyrir miðja 20. öld þegar bílar voru óvíða til sveita. Tveir ungir og ógiftir sveitapiltar biðu bílstjórans Pálma til að fara á ball, en hann birtist ekki.

Einn í draumi maður má

meyjum eftir fálma.

Svona fór um sjóferð þá,

við sáum aldrei Pálma.

 

 

 

Til baka í yfirlit vísnasafnsins