Sigurður Frímannsson

Vísnasafn Hörgársveitar

 

Sigurður Frímannsson

frá Garðshorni, Þelamörk

fæddur 10. júlí 1948, dáinn 27. desember 2007

 

Yrkisefnið sótt til vinnufélaga, Jóns Helga Jónssonar laugarvarðar og sportveiðimanns, og þekkts veiðisvæðis í Hörgársveit, þ. e. Bægisárfossanna og Öxnadalsárinnar. Þetta var fyrsta kvæði Sigurðar.

 

Í veiðiferð

 

Útiveran ólman hrífur,

í Öxnadalinn karl sig drífur,

við Bægisárfossinn birtist Jón.

Í fögrum hvammi létt sér leikur,

að litlum fossi gengur keikur.

 

Hugfanginn drenginn heillar sjón.

Í lygnum hylnum leynist branda,

ei lengi verður hann í vanda

á stöngina bindur flugu fljótt.

Af bakka strax er best að kasta,

brátt hann þreytir eina fasta,

að landa henni lánast skjótt.

 

Við ána dvelur hann daga langa,

dalurinn hugann nær að fanga,

í minningunni sá mestur er.

Til okkar kemur hann endurnærður,

af ást á landinu býsna hrærður.

Og norður að veiða sem fyrst hann fer.

 

Á vordögum árið 2000.

 

 

 

Til baka í yfirlit vísnasafnsins