Eiður Jónsson

Vísnasafn Hörgársveitar

 

Eiður Jónsson

Sörlatungu

 

 

Ort er Ásta-Brandur brenndi ofan af sér tukthúsið á Akureyri:
Alltaf gerist eitthvað ljótt
Akureyri er hroða-staður.
Brandur tukthús brenndi í nótt
Brandur það er voðamaður

Óvíst um tilefni:
Eitt er nú víst og það er nú það
að þegar hann Jói er hjá konum.
Þær reyna sem fljótast að stökkva af stað
og stelast í burtu frá honum.

Því annan eins labbakút þær hafa ei þekkt
svo þollausan, auman og smáan.
Með andlitið helblátt og afkáralegt
þeim aldeilis blöskrar að sjá'ann.


Sagt að ort hafi verið til rjómabússtýru í Þingeyjarsýslu sem síðar varð kona Jónasar frá Hriflu:
Féllu tár um föla kinn
flaut í bárum hugur minn.
Fregnin sár um fardag þinn
flaug sem ljár í hjartað inn.


Ort við systur Jóns í Hvammi (hver sem það var nú):
Komdu vestur, vina mín
varla brestur sveina.
Farðu í bestu fötin þín
og fáðu hest hjá Steina.


Ort í orðastað manns er klæddi sig úr nærfötunum til þess að geta farið í þau þurr að lokinni vinnu á Oddeyrartanga, en hellirigning var og ekkert skýli:
Svo var hitinn segi ég þér
og svo var blautt á götunum
að einn þeirra var alveg ber
innan undir fötunum.

 

Til baka í yfirlit vísnasafnsins