Aðsóknar- og sýningamet á Melum
20.04.2009
Leiksýningin Stundum og stundum ekki, sem Leikfélag Hörgdæla hefur verið að sýna að Melum í Hörgárdal frá því í byrjun mars, mun slá sýninga- og aðsóknarmet hjá leikfélaginu. Gamla sýningametið var 21 sýning á leikritunum Þrek og tár og Síldin kemur og síldin fer. Aðsóknarmet verður líka slegið, því nú þegar hafa um 1.800 manns séð sýninguna. Leikritið hefur verið sýnt 20 sinn...