Fréttasafn

Göngum flýtt í Hörgárbyggð

Sveitarstjórn hefur samþykkt tillögu fjallskilanefndar um að göngur í Hörgárbyggð verði einni viku fyrr en kveðið er á um í fjallskilasamþykkt. Það er gert í fullu samráði við nágrannasveitarfélögin. Þetta er raunar sami háttur og hefur verið í þessum efnum undanfarin ár....

Fornleifarannsóknir

Í júní hefur hópur fornleifafræðinga verið við rannsóknir á fornum öskuhaugum í Hörgárdal og Öxnadal. Rannsóknin er liður í stærra verkefni sem ber vinnuheitið "Bakland Gása". Markmið rannsóknanna er m.a. að afla efnis til að bera saman við það sem grafið var upp á Gásum á árunum 2001-2006. Í öskuhaugum er að finna mikið magn dýrabeina, sem og aðrar upplýsingar, og munu niðurstöður rannsóknanna ge...

Fundargerð - 24. júní 2009

Miðvikudaginn 24. júní 2009 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 41. fundar  í Þelamerkurskóla. Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra. Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.   1.&n...

Fundargerð - 21. júní 2009

Sunnudagskvöldið 21. júní 2009 kom fjallskilanefnd Hörgárbyggðar saman til fundar á Staðarbakka. Mættir eru: Guðmundur Skúlason, Aðalsteinn H Hreinsson, Stefán L Karlsson.   Eftirfarandi bókað á fundinum:   1.      Fjallskilastjóri lagði fram til kynningar og umræðu, tvö tölvubréf frá Hörgárbyggð undirrituð af Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra. Það fyrra er dag...

Svala Lind dúxaði í MA

Svala Lind Birnudóttir, Skógarhlíð 41, fékk hæstu einkunn þeirra sem brautskráðust frá Menntaskólanum á Akureyri í gær. Hún var á málabraut og fékk 9,31 í einkunn. Hún er mikil málakona, hefur lært meira og minna í sex erlendum tungumálum. Svala var í Gettu-betur-liði MA tvö síðustu vetur, sem náði frábæru árangri í bæði skiptin. Þá stundaði hún píanó-nám í mörg ár. Í sumar mun hún vinna í þj...

Fundargerð - 18. júní 2009

Fimmtudaginn 18. júní 2009 kl. 11:40 kom framkvæmdanefnd Þelamerkurskóla saman til fundar í skólanum. Á fundinum voru Axel Grettisson, Helgi Bjarni Steinsson, Ingileif Ástvaldsdóttir og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem skrifaði fundargerð.   Þetta gerðist:   1. Starfsmannamál Gerð grein fyrir fyrirhuguðum breytingum á starfsmannahaldi í mötuneyti næsta vetur. Að loknum umræðum s...

Hraun fékk viðurkenningu

Á Fífilbrekkuhátíð, sem haldin var á laugardaginn, var Menningarfélaginu Hrauni í Öxnadal ehf. veitt umhverfisviðurkenning Hörgárbyggðar 2009. Viðurkenningin var veitt fyrir metnaðarfulla uppbyggingu á undanförnum árum og snyrtilegt umhverfi. Á Fífilbrekkuhátíðinni sýndi dansfélagið Vefarinn þjóðdansa og boðið var upp á gönguferðir um nágrennið. Formaður menningarfélagsins, Tryggvi Gísla...

Heyskapur byrjaður í Brakanda

Í fyrradag, 10. júní, voru fyrstu túnin í Hörgárdal slegin. Það voru 7 hektarar af háliðagrasi hjá Viðari bónda í Brakanda. Undanfarið hefur verið þokkaleg sprettutíð svo að væntanlega fer heyskapur í fullan gang hér um sveitir á næstu dögum ef þurrkur verður. Í Hörgárbyggð eru alls rúmlega 2.000 hektarar af túnum og kornökrum, svo að nokkur handtök eru framundan í sveitarfélaginu v...

Grænfáninn kominn í Álfastein

Í dag fékk leikskólinn Álfasteinn Grænfánann afhentan í fyrsta sinn, og vonandi ekki í það síðasta. Afhendingin fór fram með viðhöfn á sumargrillhátíð leikskólans. Eygló Björnsdóttir, fulltrúi Grænfánaverkefnis Landverndar, afhenti fánann með ávarpi og við honum tók umhverfisnefnd leikskólans með aðstoð fjölda barna. Í nefndinni eru Halldóra E. Jóhannsdóttir, formaður, Bergljót Jónsdóttir og ...

Fundargerð - 10. júní 2009

Miðvikudaginn 10. júní 2009 kl. 20:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgárbyggðar saman til fundar í Þelamerkurskóla. Á fundinum voru: Aðalheiður Eiríksdóttir, Birna Jóhannesdóttir, Guðmundur Víkingsson og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri.   Þetta gerðist:   1. Moldhaugar, deiliskipulag vegna skála í fornum stíl Tillaga að deiliskipulagi vegna skála í fornum stíl í landi Moldhauga...