Fréttasafn

Hlíðarbær – upplýsingar um nýja eigendur og rekstraraðila

Undirritaður hefur verið kaupsamningur um sölu á félagsheimilinu Hlíðarbæ til Reglu musterisriddara á Akureyri, sem kaupa húsið til reksturs félagsheimilis og verður hægt að leigja húsið fyrir viðburði eins og verið hefur. Frá og með 16. september 2019 taka nýir eigendur við húsinu og er þeim sem áhuga hafa á að leigja húsið eftir þann tíma bent á að hafa samband við Ara Hallgrímsson í síma 893-3209 eða tölvupóstfangið arihall@simnet.is.

Fjallskil 2019

Fjallskilanefnd Hörgársveitar samþykkti á fundi sínum 19. ágúst 2019 álagningu fjallskila fyrir haustið 2019. Fjallskilaboð má sjá hér:https://www.horgarsveit.is/is/stjornsysla/fjallskil

Leikskólinn Álfasteinn opnar eftir endurbætur

Leikskólinn Álfasteinn var formlega opnaður eftir endurbætur 9. ágúst sl. N4 voru á staðnum eins og sjá má hér: