Fréttasafn

Hitaveita í Hörgársveit

Skýrsla ásamt fylgigögnum frá Verkfræðistofunni Eflu um hagkvæmniathugun á lagningu hitaveitu í Hörgárdal.

Ný deild tekin í notkun í Álfasteini

Föstudaginn 19. mars 2021 var opnuð ný 150 fm deild í leikskólanum Álfasteini sem inniheldur líka sérkennsluherbergi og glæislegan sal með aðstöðu fyrir hreyfingu og samveru. Í ljósi aðstæðna var opnunin lágstemmd í þetta skiptið og við gátum því miður ekki boðið foreldrum og öðrum íbúum að vera með okkur. Stefnt er á að hafa opinn dag í leikskólanum í vor og vonandi munu þá verða betri aðstæður til þess allir sem vilja geti komið og skoðað þessa glæsilegu aðstöðu.

Íbúakönnun vegna umhverfisstefnu

Skipulags- og umhverfisnefnd vill gjarnan fá álit ykkar og afstöðu varðandi ýmsa þætti í umhverfismálum. Eftirfarandi könnun er liður í vinnu nefndarinnar við gerð umhverfisstefnu fyrir sveitarfélagið.

Vinna hafin við gerð umhverfisstefnu Hörgársveitar

Á fundi sveitarstjórnar í október 2019 var skipulags- og umhverfisnefnd falið að vinna umhverfisstefnu sveitarfélagsins. Vinna fór rólega af stað 2020 og í lok árs samþykkti sveitarstjórn á ráða Sif Jóhannesdóttur sem verkefnisstjóra við gerð stefnunnar. Hún mun starfa með skipulags- og umhverfisnefnd, hafa umsjón með íbúasamráði og sinna öðru því sem lýtur að gerð stefnunnar. Í stefnunni mun birtast framtíðarsýn sveitarfélagins í umhverfismálum. Meðal viðfangsefna stefnunnar verða loftslagsmál, sorpmál og landnýting. Við gerð stefnunnar verður höfð hliðsjón af þeirri stefnu sem birtist í nýlegu aðaskipulagi sveitarfélagsins, landskipulagsstefnu og öðrum þeim stefnum og lögum sem tengjast eða skarast við innihald umhverfisstefnu. Leitað verður eftir viðhorfum og innleggi frá íbúum, með íbúafundi (eða fundum), könnun og drög að stefnunni verða birt á heimasíðu sveitarfélagsins. Íbúar geta hvenær sem er í ferlinu sent inn athugasemdir eða ábendingar á netfangið horgarsveit@horgarsvit og merkja það umhverfisstefna. Stefnt er að því að stefnan verði tilbúin í maí 2021.