Fréttasafn

Söfnun á baggaplasti

Síðasti söfnunardagur vetrarins á heyrúlluplasti (baggaplasti) í Hörgárbyggð er 10. júní nk. Í sömu ferð verða áburðarpokar teknir til endurvinnslu. Aðgreina verður ytra og innra byrði pokanna og setja hvort byrðið í poka (ekki hafa þau laus). Þetta er sama fyrirkomulag og var í fyrra....

Endurbætur sundlaugar boðnar út

Auglýst hefur verið eftir tilboðum í endurbætur á sundlauginni í   Íþróttamiðstöðinni á Þelamörk. Í útboðinu felst bygging tækjaklefa, eimbaðs og tveggja heitra potta, endurnýjun stýrikerfa og öryggisbúnaðar o.fl. Verkinu á að vera lokið 1. desember nk. Útboðsgögn fást afhent á Verkfræðistofu Norðurlands hf., Hofsbót 4, Akureyri. Tilboðin verða opnuð á sama stað 5. júní nk. Útb...

Afgreiðslu ársreikninga er lokið

Afgreiðslu ársreikninga Hörgárbyggðar fyrir árið 2007 er lokið. Rekstrarniðurstaða sveitarsjóðs var mjög góð á árinu. Afgangur frá rekstri var 66,5 millj. kr. sem er 26% af skatttekjum. Hluti fjárhæðarinnar er söluhagnaður eigna, en sé hann dregin frá er samt sem áður um verulegan afgang að ræða. Heildarfjárfesting á árinu var 56,8 millj. kr. Hún skiptist í meginatriðum í þrennt: stækkun leik...

Fundargerð - 14. maí 2008

Miðvikudaginn 14. maí 2008 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 27. fundar  í Þelamerkurskóla. Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra. Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.   Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.  ...

Fundargerð - 13. maí 2008

Þriðjudaginn 13. maí 2008 kl. 20:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgárbyggðar saman til fundar í Þelamerkurskóla. Á fundinum voru: Oddur Gunnarsson, Aðalheiður Eiríksdóttir, Birna Jóhannesdóttir og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri.   Þetta gerðist:   1. Auðnir 2, skógræktar- og sumarbústaðabyggð Lagt fram bréf frá Erlu M. Halldórsdóttur, dags. 6. apríl 2008, þar sem óskað er eft...

Hjólbarðasöfnun tókst vel

Lokið er fyrsta verkefni í umhverfisátaki Hörgárbyggðar 2008. Söfnun ónýtra hjólbarða fór fram í gær og dag. Söfnunin fór fram úr björtustu vonum því að alls söfnuðust 7,5 tonn af hjólbörðum víðs vegar úr sveitarfélaginu. Í næstu viku verða svo settir gámar fyrir járnadrasl og timbur við Mela og Hlíðarbæ. Vonandi verða þeir fylltir hvað eftir annað, þannig að sem víðast verði hreinsað til. Sí...

Fundargerð - 04. maí 2008

Mættir voru Bernharð Arnarson, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Hugrún Ósk Hermannsdóttir, Líney Diðriksdóttir, og Stella Sverrisdóttir.   1.      Breytingar á spá um barnafjölda, um tíma leit út fyrir allt að 30 börnum í haust en nú er talan 28 börn í haust. Árgangaskipting 2003 - 4 börn, 2004 - 9 börn, 2005 - 4 börn, 2006 - 6 börn, 2007- 5 börn. Í haust hætta 6 börn og he...