Fréttasafn

Fundargerð - 31. október 2006

Fundur í skólanefnd Þelamerkurskóla haldinn 31. október 2006 kl. 15:45 í kaffistofu skólans.   Fundinn sátu: Anna Lilja Sigurðardóttir, skólastjóri Hanna Rósa Sveinsdóttir frá Hörgárbyggð Jóhanna María Oddsdóttir frá Hörgárbyggð Garðar Lárusson frá Arnarneshreppi Jónína Sverrisdóttir fulltrúi kennara   Dagskrá: - Verkaskipting nefndar - Erindisbréf skólanefndar Þelamerkurskóla - Húsnæ...

Meira umferðaröryggi

Í dag voru settir upp þrír ljósastaurar við þjóðveginn hjá Þelamerkurskóla til viðbótar við þá sem þar voru fyrir. Þar voru að verki Herbert Hjálmarsson, Sigmundur Þórisson og Valdimar Valdimarsson frá RARIK. Uppsetning ljósastaura var meðal þess sem rætt var á fundi um að auka umferðaröryggi skólabarna í Þelamerkurskóla, sem var haldinn í skólanum 2. mars sl. Fyrr í haust sett...

Gráa svæðið, gallerý

Í Þelamerkurskóla er rekið gallerýið "Gráa svæðið". Aðalheiður Eysteinsdóttir, myndmenntakennari, á allan heiður af gallerýinu. Þar sýnir núna Bjarni Sigurbjörnsson, sem hefur skapað sér sérstöðu á Íslandi með kraftmiklum abstrakt málverkum á plexigler. Á undan Bjarna sýndi Arnfinna Bjönsdóttir, Siglufirði, klippimyndir á Gráa svæðinu. Í desember verður þar Þjóðverjinn Jan Voss, kon...

Fundargerð - 25. október 2006

Miðvikudaginn 25. október 2006 kl. 20:00 kom húsnefnd félagsheimilanna í Hörgárbyggð saman til fundar í Hlíðarbæ. Á fundinn komu Árni Arnsteinsson, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir og Jóhanna María Oddsdóttir, auk Sighvats Stefánssonar húsvarðar Hlíðarbæjar og Guðmundar Sigvaldasonar, sveitarstjóra. Ennfremur voru á fundinum Þorsteinn Áskelsson, Þorvar Þorsteinsson og Jóhannes Axelsson.   Þetta gerð...

Fundargerð - 24. október 2006

Dagskrá fundar: Félagsstarf aldraðra Gerð jafnréttisáætlunar fyrir Hörgárbyggð Önnur mál   Unnar viðraði þá hugmynd að koma á fót einhverskonar starfi fyrir eldri borgara í sveitarfélaginu, t.d með því að bjóða þeim í sund, síðan yrði hægt að fara upp í skóla í mat og einhverskonar starf eftir það jafnvel í samvinnu við nemendur skólans, tölvukennslu, myndmennt, handverk, söngur eða spila s...

Halloween-partí

Á laugardaginn, fyrsta vetrardag, var Halloween-partí hjá 1. - 4. bekk Þela-merkurskóla. Það var haldið í fjós-hlöðunni hjá Árna og Boggu í Stóra-Dunhaga. Foreldrar krakkanna í bekkjunum skipu-lögðu dagskrána og hlaðan var skreytt með alls kyns verum og draugum. Heilmikið var um að vera, grill, ratleikur, öskurkeppni og bragðað á gotteríi. Börn og fullorðnir komu í búningum sem hæfðu tilefninu, ei...

Vegabætur

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar leggur þunga áherslu á að áætlun gildandi vegáætlunar um fjárveitingar í framkvæmdir við Hörgárdalsveg og Dagverðareyrarveg árið 2008 minnki ekki, og að strax árið eftir haldi framkvæmdir við þessa vegi áfram. Þá bendir sveitarstjórnin á að uppbygging annarra tengivega í sveitarfélaginu sé mjög brýn. Fyrir dyrum stendur að endurskoða vegáætlunina. Myndin er af brún...

Fundargerð - 18. október 2006

Miðvikudaginn 18. október 2006 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 6. fundar í Þelamerkurskóla. Mætt voru: Aðalheiður Eiríksdóttir, Árni Arnsteinsson, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra. Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Fundarritari: Guðmundur Sigvaldason   1.&nbs...

Fundargerð - 16. október 2006

Mánudaginn 16. október 2006 kl. 15:45 kom framkvæmdanefnd Þelamerkurskóla saman til fundar í skólanum. Á fundinum voru Axel Grettisson, Helgi B. Steinsson, Anna Lilja Sigurðardóttir og Guðmundur Sigvaldason sem skrifaði fundargerð.   Þetta gerðist:   1.  Kaup á símkerfi Anna Lilja kynnti tilboð sem borist hefur frá EJS í símkerfi fyrir skólann. Um er að ræða notað símkerfi. Núv...

Árshátíðin

Á laugardaginn, fyrsta vetrardag, verður hin árlega árshátíð í Hlíðarbæ. Húsið opnar kl. 20:00 og borðhald hefst kl. 20:30. Allir eru hjartanlega velkomnir. Að árhátíðinni standa Leikfélag Hörgdæla, Ferðafélagið Hörgur, Ungmennafélagið Smárinn, Hrossaræktarfélagið Framfari og Kirkjukór Möðruvallaklaustursprestakalls, sjá nánar hér. ...