Íbúum fjölgar umfram landsmeðaltal, svo og útsvarstekjur
11.01.2022
Útsvarstekjur Hörgársveitar hækkuðu um nærri fimmtung á nýliðnu ári, sem er vel umfram landsmeðaltal. Tekjurnar hækkuðu um 60 milljónir króna og er ljóst að auknar útsvarstekjur stuðli að enn frekari uppbyggingu í ört vaxandi sveitarfélagi.
Íbúum Hörgársveitar fjölgaði sömuleiðis verulega umfram landsmeðaltal á árinu.