Íbúum fjölgar umfram landsmeðaltal, svo og útsvarstekjur
Útsvarstekjur Hörgársveitar hækkuðu um nærri fimmtung á nýliðnu ári, sem er vel umfram landsmeðaltal. Tekjurnar hækkuðu um 60 milljónir króna og er ljóst að auknar útsvarstekjur stuðli að enn frekari uppbyggingu í ört vaxandi sveitarfélagi.
Íbúum Hörgársveitar fjölgaði sömuleiðis verulega umfram landsmeðaltal á árinu.
Um áramótin voru skráðir íbúar Hörgársveitar 703 og fjölgaði þeim um fimmtíu á árinu, eða um 7,7%. Ef litið er á þróunina á landinu öllu, var hlutfallsleg fjölgun 2,0%, þannig að fjölgunin í Hörgársveit var vel yfir landsmeðaltali á árinu.
Útsvarið er veigamesti tekjustofn sveitarfélaga. Útsvarstekjur Hörgársveitar á nýliðnu ári voru 373 milljónir króna en árið á undan 312 milljónir króna. Hækkunin er liðlega 60 milljónir eða rúmlega 19%.
Á landinu öllu hækkuðu útsvarstekjur sveitarfélaga landsins um nærri 9%.
Þessar tölur sýna glögglega að sveitarfélagið er í örum vexti.
Við höfum verið í mikilli uppbygginu á undanförnum árum og þessar tölulegu staðreyndir sýna okkur að sú vinna er að skila sér. Íbúum hefur fjölgað mikið og sú þróun haldur áfram. Við höfum verið að styrkja ýmsa innviði sveitarfélagsins, m.a. skipulagt ný hverfi fyrir íbúðir. Þar er umtalsverð eftirspurn eftir lóðum.
Með fjölgun íbúa hækka útsvarstekjurnar eðlilega, sem gerir okkur kleift að halda áfram á sömu braut, gera gott sveitarfélag enn fýsilegra til búsetu.
Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.