Fréttasafn

Fundargerð - 31. ágúst 2005

Miðvikudagskvöldið 31. ágúst 2005 kom fjallskilanefnd Hörgárbyggðar saman til fundar í Þelamerkurskóla, mættir Guðmundur Skúlason, Aðalsteinn H Hreinsson og Stefán L Karlsson.   Eftirfarandi fært til bókar:   1.  Fundargerð síðasta fundar undirrituð.   2.  Borist hefur svar frá hreppsnefnd Arnarneshrepps varðandi göngur á Illagilsdal og Lambárdal (samanber lið 5...

Fundargerð - 31. ágúst 2005

Miðvikudaginn 31. ágúst 2005 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 70. fundar  í Þelamerkurskóla. Mætt voru: Ármann Þórir Búason, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Klængur Stefánsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Sturla eiðsson, ásamt sveitarstjóra Helgu A. Erlingsdóttur.  Engir áheyrnarfulltrúar mættu. Helgi Steinsson oddviti Hörg...

Réttir

Fjárréttir í Hörgárbyggð haustið 2005:   10. september: Þórustaðarétt, Moldhaugahálsi. 10. september: Þorvaldsdalsrétt, Hörgárdal.16. september: Staðarbakkarétt, Hörgárdal.19. september: Þverárrétt, Öxnadal.   ...

Fundargerð - 26. ágúst 2005

Föstudagskvöldið 26. ágúst 2005 kom fjallskilanefnd Hörgárbyggðar saman til fundar á Staðarbakka, mættir Guðmundur Skúlason, Aðalsteinn H Hreinsson og Stefán L Karlsson. Einnig sat Helgi Steinsson oddviti Hörgárbyggðar fundinn.   Eftirfarandi fært til bókar:   1.  Fundargerð síðasta fundar undirrituð.   2. Ákveðið var að færa 1. göngur í Öxnadal til fyrra horfs, það e...

Leikskólinn Álfasteinn

Leikskólinn Álfasteinn, sem hélt upp á 10 ára afmæli í sumar, er fullnýttur nú og er að myndast biðlisti, en svo hefur ekki verið lengi.  Íbúum hefur fjölgað í sveitarfélaginu, bæði hefur fólk flust í sveitarfélagið og einnig fæðst börn.  Leikskólinn rúmar um 17 börn í einu og er nokkuð ljóst að gera þarf ráðstafanir í nánustu framtíð til að geta tekið öll þau börn inn í l...

Þelamerkurskóli settur.

Í gær, miðvikudaginn 24. ágúst, var Þelamerkurskóli settur.  Skólastarf hefst með hefðbundunum hætti í dag, þann 25. ágúst. Í skólanum eru 92 nemendur og er það fækkun frá fyrra skólaári, en þá voru nemendur 98.  Stór árgangur lauk 10. bekk s.l. vor en mjög lítill árgangur kemur inn nú í haust, en aðeins tveir nemendur hefja nám í 1. bekk.  Tveir nemendur se...

Sameining sveitarfélaga

Nokkuð er um það að fólk spyrji um sameiningarkosningarnar sem fara fram 8. október n.k. Verið er að vinna að kynningarbæklingi sem mun verða dreift á öll heimili, væntanlega snemma í september. Kynningarfundir verða síðan í öllum sveitarfélögunum í seinni hluta september eða fyrstu daga októbermánaðar. Áætlað er að kynningarfundur í Hörgárbyggð verði 26. september.  Lesendum heimasíðunn...

Fundargerð - 23. ágúst 2005

Þriðjudagskvöldið 23. ágúst 2005 kom fjallskilanefnd Hörgárbyggðar saman til fundar á Staðarbakka, mættir Guðmundur Skúlason, Aðalsteinn H Hreinsson og Stefán L Karlsson.   Eftirfarandi fært til bókar:   1.  Fundargerð síðasta fundar undirrituð.   2.  Farið var yfir fasteignamat lands til álagningar gangnadagsverka. Vegna hækkunar matsins milli ára fjölgar landsdagsv...

Fundargerð - 23. ágúst 2005

Fundur haldinn í leikskólanefnd mánudaginn 29. ágúst 2005.  Mættir voru :  Logi Geir Harðarson formaður leikskólanefndar, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Borghildur Freysdóttir,  Hanna Rósa Sveinsdóttir  og Hugrún Ósk Hermannsdóttir  leikskólastjóri.   Dagsskrá: 1.   Tilboð í  vöktun á öryggiskerfi leikskólans. 2.   Biðlistar. 3.   Starfs...

Framkvæmdir við Birkihlíð

Framkvæmdir halda áfram við Birkihlíð.  Flutt er í þau tvö hús sem upp eru komin. Undanfarið hafa verið steyptir grunnar að fleiri húsum og eða að 5 húsum til viðbótar og verið að byrja að reisa hús á einum þeirra.  Þá á aðeins eftir að steypa einn grunn, en áætlað er að húsin við Birkihlíð verði 8. Þetta eru timburhús, íbúð og bílskúr.  Katla ehf. byggir hú...