Fréttasafn

Tölvutek gefur Þelamerkurskóla 25 Acer tölvur.

Laugardaginn 21.júlí 2018 komu fulltrúar Tölvutek færandi hendi í Þelamerkurskóla og færðu skólanum 25 Acer tölvur.

Tímasetning gangna haustið 2018

Fjallskilanefnd Hörgársveitar samþykkti á fundi sínum þann 12. júlí 2018 að fyrstu göngur haustið 2018 verði víðast hvar frá miðvikudeginum 12. september til sunnudagsins 16. september og að aðrar göngur verði víðast hvar viku síðar. Frávik frá þessum dagsetningum ef til koma, verða kynnt tímanlega.

Undanþágur frá fjallskilum

Fjallskilanefnd Hörgársveitar hefur samþykkt að þeir sem hafa allt sitt fé í sauðheldum girðingum allt sumarið, geti sótt um til fjallskilanefndar að vera undanþegnir fjallskilum. Umsóknir skal senda á tölvupóstfangið horgarsveit@horgarsveit.is fyrir 30. júlí n.k.