Fréttasafn

Hér á ég heima! Munir, myndir og sagnir úr Hörgársveit.

Safn í útrás? Í tilefni þess að 50 ár eru frá fyrstu sýningu Minjasafnsins á Akureyri heldur safnið í sýningarför um Eyjafjörð. Það er frekar óvenjulegt að söfn ferðist um en í tilefni þess að  50 ár eru frá fyrstu sýningu safnsins verða settar upp fjórar sýningar í sveitarfélögum sem safnið eiga. Í sýningunum er lögð áhersla á að sýna ljósmyndir og gripi frá viðkomandi sveitarfélagi fyrir si...

Egill Már Íslandsmeistari

Egill Már Þórsson frá Skriðu varð á dögunum Íslandsmeistari barna í fjórgangi.   Egill hefur keppt í hestaíþróttum frá fimm ára aldri enda snýst daglegt líf á Skriðu mikið um hesta og hestamennsku. Í fjórgangi er keppt í feti,  tölti, brokk og stökk Reiðskjótinn var 6 vetra meri, Saga frá Skriðu. Verður að teljast ánægjulegt að svo ungur knapi á svo ungum reiðskjóta hampi...

Skrifstofan lokuð vegna sumarleyfa

Skrifstofa Hörgársveitar verður lokuð frá föstudeginum 12. júlí vegna sumarleyfa og opnar aftur mánudaginn 22. júlí....

Dylan-messa á sunnudagsköld

Dylanguðsþjónusta verður í Möðruvallaklausturskirkju sunnudagskvöldið 14. júlí kl. 20.30. Um er að ræða guðsþjónustu, þar sem tónlist eftir bandaríska tónlistarmanninn Bob Dylan verður leikin. Bob Dylan er frumherji á tónlistarsviðinu og hefur með tónlist sinni m.a. barist fyrir mannréttindum og miðlað trú. Fjallað verður um þennan merka listamann og ritningartextar lesnir, sem hafa t.a.m. haft áh...

Íslenski safnadagurinn á sunnudag

Íslenski safnadagurinn er næstkomandi sunnudag þann 7. júlí. Söfn um allt land taka þátt með einum eða öðrum hætti þátt í deginum. Minjasafnið á Akureyri býður uppá leiðsögn kl 14 og 15 þennan dag um sumarsýningu safnsins Norðurljós- næturbirta norðursins. Minjasafnið og Sjónlistamiðstöðin eru með frítt inn og eftirfarandi söfn í Eyjafirði eru með 2 fyrir 1 af aðgangseyri: Leikfangasýningin í Fri...