Fréttasafn

ENDURSKOÐUN SKÓLASTEFNU HÖRGÁRSVEITAR.

Samkvæmt ákvæði í skólastefnu sveitarfélagsins skal hún endurskoðuð nú árið 2019. Fræðslunefnd Hörgársveitar hefur hafið endurskoðunina í samvinnu við skólastofnanir sveitarfélagsins auk þess sem haldinn hefur verið opinn íbúafundur þar sem sveitungar voru hvattir til að eiga samtal um stefnuna.

Fundur - Aðalskipulag Hörgársveitar 2012 - 2024 – kynning á breytingartillögu á vinnslustigi

Kynningarfundur vegna breytinga á aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 verður haldinn í Hlíðarbæ miðvikudaginn 4. desember nk. kl. 20:00. Á fundinum munu fulltrúar sveitarstjórnar kynna skipulagstillögu á vinnslustigi í samræmi við 2. málsgrein 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Fundargestum gefst færi á að spyrja spurninga og koma athugasemdum er varða skipulagsbreytinguna á framfæri.

Heima­vist á Þela­mörk breytt í íbúðar­hús­næði?

Stefnt er að því að hús­næði að Laugalandi á Þela­mörk, sem áður var heima­vist fyr­ir Þela­merk­ur­skóla, verði breytt í hag­kvæmt íbúðar­hús­næði á næst­unni. Ásmund­ur Ein­ar Daðason, fé­lags- og barna­málaráðherra, og Snorri Finn­laugs­son, sveit­ar­stjóri í Hörgár­sveit, und­ir­rituðu í 23. nóv. s.l. vilja­yf­ir­lýs­ingu þess efn­is en yf­ir­lýs­ing­in fel­ur í sér aðkomu stjórn­valda að hús­næðis­upp­bygg­ingu í Hörgár­sveit.

Sundlaugin á Þelamörk, Jónasarlaug

Sjá opnunartíma: