Hlíðarbær fær andlitslyftingu
30.08.2006
Um þessar mundir er verið að mála félagsheimilið Hlíðarbæ að utan og skipta um járn á hluta af þaki þess. Múrviðgerðir og málningarvinnuna annast Pálmi Bjarnason skv. tilboði sem hann gerði í verkið. Síðustu daga hefur Þorsteinn Áskelsson unnið að því að setja nýtt þakjárn á sal hússins. Áður var búið að skipta um járn á öðrum þakflötum hússins....