Fréttasafn

Nýtt hreinsivirki fráveitu Lónsbakka

Nýlega var tekið í notkun nýtt hreinsivirki fyrir fráveitu Lónsbakka. Það byggist á því að siturvatnið sem kemur frá rotþró fráveitunnar er hreinsað með ósoni sem er sprautað í gegnum það. Ósonið er framleitt á staðnum með rafgreiningu lofts. Þessi aðferð byggist á tækniþróun raftæknifyrirtækisins RAF ehf. á Akureyri, með stuðningi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Hreinsivirk...

Alþingiskosningar

Í Alþingiskosningunum á morgun, 25. apríl, verður kjörstaður fyrir Hörgárbyggð í Hlíðarbæ. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og honum lýkur kl. 20:00. Á kjörskrá í Hörgárbyggð nú eru alls 305 manns, 169 karlar og 136 konur. Í kosningunum fyrir tveimur árum, árið 2007, voru 285 á kjörskrá í Hörgárbyggð, 156 karlar og 129 konur. Fjölgunin nú miðað við þá er 7%. Þá var kosningaþátttaka 86,3% í Hörgárby...

Skipulagsauglýsingar

Nú eru tvær skipulagsauglýsingar í gildi í Hörgárbyggð, þ.e. aðalskipulagsauglýsing og deiliskipulagsauglýsing. Í deiliskipulagsauglýsingunni eru auglýst tvö deiliskipulög, annað varðar byggingu skála fyrir ferðaþjónustu í landi Moldhauga og hitt byggingu íbúarhúss á Neðri-Rauðalæk. Auglýsingin er hér. Aðalskipulagsauglýsingin varðar niðurfellingu einnar setningar úr texta aðskipulagsin...

Fundargerð - 20. apríl 2009

Mánudaginn 20. apríl 2009 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 39. fundar  í Þelamerkurskóla. Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra. Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.   1.&nbs...

Aðsóknar- og sýningamet á Melum

Leiksýningin „Stundum og stundum ekki“, sem Leikfélag Hörgdæla hefur verið að sýna að Melum í Hörgárdal frá því í byrjun mars, mun slá sýninga- og aðsóknarmet hjá leikfélaginu. Gamla sýningametið var 21 sýning á leikritunum „Þrek og tár“ og „Síldin kemur og síldin fer“. Aðsóknarmet verður líka slegið, því nú þegar hafa um 1.800 manns séð sýninguna. Leikritið hefur verið sýnt 20 sinn...

Árlega Magic-páskamótið á skírdag

Árlega Magic-páskamót Íþróttamiðstöðvarinnar á Þelamörk og Vífilfells fyrir íþróttahópana sem æfa í salnum fer fram á skírdag.  Skráning fer fram kl. 10:00 og mótið hefst svo kl. 10:15.  Gert er ráð fyrir að mótinu ljúki milli kl. 12 og 13, það fer þó eftir fjölda liða. Nú þegar hafa 8 lið sagst ætla að koma. Verðlaun mótsins eru sem hér segir: 1. sæti: 4 k...

Úttekt á lífríki og búsvæðum Hörgár

Á aðalfundi Veiðifélags Hörgár í gær sagði Bjarni Jónsson, fiskifræðingur, frá fyrstu heildarúttektinni sem gerð hefur verið á vatnasvæði árinnar.  Um er að ræða bæði lífríkisrannsókn og búsvæðamat. Meginniðurstaðan er að vatnasvæðið á að geta gefið mun meira af sér en að undanförnu. Úttekin mun koma að góðum notum við stjórnun á veiði og annarri nýting...