Úttekt á lífríki og búsvæðum Hörgár
07.04.2009
Á aðalfundi Veiðifélags Hörgár í gær sagði Bjarni Jónsson, fiskifræðingur, frá fyrstu heildarúttektinni sem gerð hefur verið á vatnasvæði árinnar. Um er að ræða bæði lífríkisrannsókn og búsvæðamat. Meginniðurstaðan er að vatnasvæðið á að geta gefið mun meira af sér en að undanförnu. Úttekin mun koma að góðum notum við stjórnun á veiði og annarri nýtingu á vatnasvæði Hörgár, sem er mjög víðfeðmt.
Veiði í Hörgá sumarið 2008 var meiri en undanfarin ár. Alls veiddust 1.126 fiskar í ánni, þar af 80% bleikja.
Svipmynd frá aðalfundi Veiðifélags Hörgár 2009.