Fréttasafn

Fjölskylduferð á Þverbrekkuvatn

Árleg fjölskylduferð Smárans á Þverbrekkuvatn í Öxnadal með dorgi, sleðum og fleira skemmtilegu, er fyrirhuguð á sunnudaginn 30. mars nk. Mæting er við Háls kl. 10:30. Munið að taka með ykkur nesti. Allir velkomnir. Ef eitthvað er óljóst með veður eða eitthvað annað þá hafið samband við Árna í Dunhaga í síma 866 7501. Á myndinni er hópurinn sem fór í fjölskylduferðina í fyrra, alls um 50 mann...

Fræðslukvöld Kelikompunnar frestast

Fræðslukvöldi Kelikompunnar um sáningu og ræktun, sem vera átti  í kvöld, 25. mars, hefur verið frestað um eina viku. Fræðslukvöldið verður þriðjudaginn 1. apríl kl. 20:00 í gróðurhúsunum á bak við Gömlu gróðrarstöðina við Krókeyri á Akureyri. Jóhann Thorarensen, garðyrkjufræðingur, leiðbeinir. ...

Fundargerð - 19. mars 2014

Miðvikudaginn 19. mars 2014 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.   Fundarmenn: Axel Grettisson, Hanna Rósa Sveinsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Helgi Þór Helgason, Sunna Hlín Jóhannesdóttir. Fundarritari: Guðmundur Sigvaldason.   Þetta gerðist:   1. Ársreikningur sveitarsjóðs 2013, fyrri umræða Lagður fram ...

Smárinn fékk félagsmálabikar UMSE

Ársþing UMSE var haldið að Rimum í Svarfaðardal 13. mars 2014.  Á þinginu var að venju veittur Félagsmálabikar UMSE. Bikarinn er veittur af stjórn til þess félags sem talið er hafa staðið sig hvað best varðandi innra starfi félagsins, bæði varðandi íþróttastarf og almennt félagsstarf. Að þessu sinni hlaut Umf. Smárinn bikarinn og tók formaður félagsins, Jónína Garðarsdóttir, við viðurkenningu...

Tilboð opnuð

Í dag voru opnuð tilboð í endurbætur í Þelamerkurskóla, þ.e. stækkun anddyris, endurgerð á tveimur kennslustofum o.fl. Tvö tilboð bárust í verkið, frá Bjálkanum og flísinni ehf. að upphæð 61,1 millj. kr. og frá ÁK-smíði ehf. að upphæð 75,8 millj. kr. Kostnaðaráætlun er 58,0 millj. kr. Tilboðin verða yfirfarin af hönnuðum og að því loknu lögð fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu....

Fundargerð - 11. mars 2014

Þriðjudaginn 11. mars 2014 kl. 20:00 kom menningar- og tómstundanefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.   Fundarmenn voru: Árni Arnsteinsson, Bernharð Arnarson, Hanna Rósa Sveinsdóttir og Gústav G. Bollason, nefndarmenn, og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.   Þetta gerðist:   1. Menningarstefna fyrir Hörgá...

Friðlýsing á hluta jarðarinnar Hóla

Umhverfisstofnun, Hörgársveit og landeigendur jarðarinnar Hóla hafa undanfarið unnið að undirbúningi að friðlýsingu hluta jarðarinnar Hóla í Öxnadal sem friðlands og hefur tillaga að friðlýsingsarskilmálum verið auglýst til kynningar. Í tillögunni kemur fram að lagt er til að friðlýsingin nái til Hólahóla og Hóladals. Hólahólar eru hluti mikils berghlaups fyrir miðjum Öxnadal sem er bæði...

Fundargerð - 04. mars 2014

Þriðjudaginn 4. mars 2014 kl. 20:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.   Fundarmenn: Hanna Rósa Sveinsdóttir, Anna Dóra Gunnarsdóttir, Birna Jóhannesdóttir, Jón Þór Benediktsson og Róbert Fanndal í skipulags- og umhverfisnefnd og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.   Þetta gerðist: &nbs...

Um skipan skólamála

Undanfarnar vikur hefur verið unnið að gerð yfirlits yfir kosti og galla á breyttri skipan skólamála í sveitarfélaginu, s.s. að reka grunnskóla og leikskóla í einni stofnun og/eða samnýta húsnæði fyrir bæði skólastigin. Í yfirlitinu er gerð grein fyrir þremur valkostum í þessum efnum, í fyrsta lagi að mynduð verði ný fræðslustofnun með tveimur deildum í húsnæði Þelamerkurskóla, í öðru la...