Fjölskylduferð á Þverbrekkuvatn
27.03.2014
Árleg fjölskylduferð Smárans á Þverbrekkuvatn í Öxnadal með dorgi, sleðum og fleira skemmtilegu, er fyrirhuguð á sunnudaginn 30. mars nk. Mæting er við Háls kl. 10:30. Munið að taka með ykkur nesti. Allir velkomnir.
Ef eitthvað er óljóst með veður eða eitthvað annað þá hafið samband við Árna í Dunhaga í síma 866 7501.
Á myndinni er hópurinn sem fór í fjölskylduferðina í fyrra, alls um 50 manns.