Fréttasafn

Hörgársveit hlýtur jafnlaunavottun

Hörgársveit hefur hlotið jafnlaunavottun sem er staðfesting á því að jafnlaunakerfi sveitarfélagsins samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

Hlutfallslega mesta fjölgun íbúa á öllu Norðurlandi

Á undanförnum árum hefur íbúum í Hörgársveit fjölgað jafnt og þétt og árinu 2020 var fjölgunin hér sú hlutfallslega mesta af öllum sveitarfélögum á Norðurlandi öllu eða 5,2% og eru íbúar nú 653. Íbúar voru 557 í upphafi árs 2016 og hefur því fjölgað um 96 síðustu 5 ár eða um 17,2%.