Fréttasafn

Umhverfis- og loftslagsstefna

Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti umhverfis- og loftlagsstefnu Hörgársveitar ásamt aðgerðaráætlun á fundi sínum þan 18. júní 2021. Aðgerðaráætlun verði uppfærð við fjárhagsáætlunargerð hvers árs.

Varmadæluvæðing - ráðgjöf

Á fundi sveitarstjórnar Hörgársveitar 18.6.2021 var eftirfarandi samþykkt gerð: Hagverk ehf, samningur vegna varmadæluvæðingar Lagður fram samningur við Hagverk ehf. vegna ráðgjafavinnu við varmadæluvæðingu í Hörgársveit, sem eigendum íbúðarhúsa, þar sem ekki er hitaveita, verður boðið uppá endurgjaldslausa ráðgjöf. Sveitarstjórn samþykkti samninginn og að sent verði kynningarbréf til ofangreindra aðila sem allra fyrst.

Jónasarlundur hlýtur umhverfisverðlaun Hörgársveitar 2021

Sveitarstjórn Hörgársveitar ákvað að tillögu skipulags- og umhverfisnefndar að umhverfisverðlaun Hörgársveitar 2021 hljóti Jónasarlundur í Öxnadal. Sveitarstjórn fór 18. júní s.l. og hitti stjórn Jónasarlundar og afhenti þeim viðurkenningu í tilefni af valinu. Á myndinni sem tekin er í lundinum, er sveitarstjórnin ásamt stjórn Jónasarlundar.