Fréttasafn

Sæludagur í sveitinni á laugardaginn

Næsta laugardag, 31. júlí, verður Sæludagur í Hörgársveitinni. Frá klukkan 11 um morguninn fram að miðnætti verður þétt og fjölbreytt dagskrá um alla sveit. Hún hefst á Möðruvöllum þar sem m.a. verður keppt í "sveita-fitness". Frá klukkan 15 verður svo dagskrá á Hjalteyri, þar sem m.a. ýmis nýstárleg keppni fer fram. Þar lýkur dagskránni með dansleik í fiskverkunarhúsinu. Aðrir staðir sem kom...

Göngur í Hörgársveit haustið 2010

Á fundi sínum 5. júlí sl. samþykkti fjallskilanefnd eftirfarandi tillögu: „Ákveðið var að höfðu samráði við fjallskilastjóra nágrannasveitarfélaga að flýta göngum í Hörgársveit um eina viku, frá þeim tíma sem mælt er fyrir um í fjallskilasamþykkt. Fyrstu göngur verða því í Hörgársveit, frá miðvikudeginum 8. september til sunnudagsins 12. september. Aðrar göngur verði svo viku síðar.“...

Nýtt fyrirkomulag sorphirðu

Næstu daga mun verða dreift tunnum fyrir flokkaðan heimilisúrgang á hemili í þeim hluta sveitarfélagsins sem var Hörgárbyggð. Þetta er gert á grundvelli samnings sem gerður var haustið 2009 við Gámaþjónustu Norðurlands ehf. A.m.k. í fyrstu hefur sameining Hörgárbyggðar við Arnarneshrepp ekki áhrif á samninginn, þannig að fyrirkomulagið í Arnarneshreppi verður óbreytt um sinn. Jafnf...

Fundargerð - 06. júlí 2010

Árið 2010, þriðjudaginn 6. júlí, kl. 13.30 kom byggingarnefnd Eyjafjarðar saman til 78. fundar að Óseyri 2, Akureyri.   Í framhaldi af sveitarstjórnarkostningunum í vor hafa sveitarstjórnir sem standa að rekstri Byggingarfulltrúaembættis Eyjafjarðarsvæðis tilnefnt eftirtalda aðila í byggingarnefnd.   Fyrir:             &nbs...

Fundargerð - 05. júlí 2010

Mánudaginn 5. júlí 2010 kl. 20:30 kom nýkjörin fjallskilanefnd Hörgársveitar saman til fundar á heimili formanns Guðmundar Skúlasonar Staðarbakka. Allir nefndarmenn mættir, en þeir eru auk formannsins: Aðalsteinn H Hreinsson Auðnum, Helgi B Steinsson Syðri-Bægisá, Jósavin Gunnarsson Litla-Dunhaga og Stefán L Karlsson Ytri-Bægisá.   Eftirfarandi bókað á fundinum: 1. Formaður setti fundin...

Guðmundur ráðinn sveitarstjóri

Á fundi sveitarstjórnar Hörgársveitar 30. júní sl. var Guðmundur Sigvaldason ráðinn sveitarstjóri í Hörgársveit á nýbyrjuðu kjörtímabili. Hann varð sveitarstjóri í Hörgárbyggð á síðasta kjörtímabili. Þá var hann sveitarstjóri á Stokkseyri og Skagaströnd á árunum 1983-1990....