Fréttasafn

Söfnun ónýtra hjólbarða

Á mánudaginn, 5. maí, verður öllum hjólbörðum í Hörgárbyggð, sem hafa lokið hlutverki sínu, safnað saman og settir í endurvinnslu. Hjólbarðana á að setja á áberandi stað nálægt vegi, þar sem auðvelt er fyrir kranabíl að ná þeim. Ef betur hentar að þeir séu sóttir heim að bæ, þarf að láta skrifstofu sveitarfélagsins vita um það í tíma. Skv. lögum er bannað að urða gúmmí og því má ekki setja hj...

Sparkvöllur vígður

Sparkvöllurinn við Þelamerkurskóla var vígður á föstudaginn. Völlurinn var byggður sumarið 2007 og var að mestu tilbúinn í október um haustið. Helstu verkþættir við völlinn voru unnir af Malar- og efnissölunni Björgum ehf., Ásgeiri Hallgrímssyni, pípulagningameistara, og Girði ehf. Axel Grettisson, oddviti Arnarneshrepps, gerði grein fyrir byggingu vallarins, þakkaði styrktaraðilum fyrir stuð...

Samstarf í leikskólamálum

Nýlega var gengið frá samningi milli Hörgárbyggðar og Arnarneshrepps um samstarf í rekstri leikskólans Álfasteins. Samningurinn hafði verið í undirbúningi frá því á síðasta ári. Í honum felst að leikskólinn er jafnt fyrir börn úr Arnarneshreppi og Hörgárbyggð og rekstrarþátttaka er hlutfallslega jöfn miðað við nýtingu. Hörgárbyggð er áfram eigandi húsnæðisins og ber ábyrg...

Skáldvinir Stefáns á Möðruvöllum

Að kvöldi sumardagsins fyrsta verður leiklestur og söngur sem nefnist "Skáldvinir Stefáns á Möðruvöllum" í Leikhúsinu á Möðruvöllum. Þá verða þátttakendur staddir á Möðruvöllum á sumardaginn fyrsta árið 1901 þar sem Stefán Stefánsson, bóndi, náttúrufræðingur, kennari, alþingismaður og síðar skólameistari, tekur á móti gestum m.a. Ólöfu frá Hlöðum, Guðmundi frá Sandi, Páli J. Árdal og Mat...

Vígsla sparkvallar

Sparkvöllurinn við Þelamerkurskóla verður vígður á föstudaginn kl. 13:15. Fulltrúar KSÍ, skólans og sveitarfélaganna, sem standa að skólanum, munu flytja ávörp og stuttur knattspyrnuleikur fer þar fram. Framkvæmdir við sparkvöllinn hófust í júnímánuði 2007 og var að mestu lokið um haustið. Allir eru velkomnir....

Umhverfisátak

Í sumar verður umhverfisátak í Hörgárbyggð. Upphaflega stóð til að gera hreinsunarátak í sveitarfélaginu en það hefur verið útvíkkað í "umhverfisátak". Sem dæmi um verkefni í átakinu má nefna söfnun á ónýtum hjólbörðum, gáma fyrir járnadrasl og timbur, uppsetningu á hreinsunarbúnaði fyrir seyruvatn og rotþróatæmingu í stórum hluta sveitarfélagsins. Fleiri atriði ...

Fundargerð - 22. apríl 2008

Þriðjudaginn 22. apríl 2008 kom stjórn Íþróttamiðstöðvarinnar saman til fundar í skrifstofu Hörgárbyggðar. Mættir voru: Axel Grettisson, Helgi Steinsson, Lárus Orri Sigurðsson og Guðmundur Sigvaldason, sem ritaði fundargerð.   Fundurinn hófst kl. 15:00.   Fyrir var tekið:   1.      Ársreikningur fyrir árið 2007 Lagður fram ársreikningur Íþróttamiðstöðvarinn...

Fundargerð - 22. apríl 2008

Þriðjudaginn 22. apríl 2008 kl. 13:30 kom framkvæmdanefnd Þelamerkurskóla saman til fundar í skólanum. Á fundinum voru Axel Grettisson, Helgi Bjarni Steinsson, Ingi-leif Ástvaldsdóttir og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem skrifaði fundargerð.   Þetta gerðist:   1.        Ársreikningur fyrir árið 2007 Lagður fram ársreikningur Þelamerkurskóla fyr...

Viðurkenningar BSE fóru í Hörgárbyggð

Á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar í gær voru veittar viðurkenningar í nautgriparækt og sauðfjárrækt, auk hvatningarverðlauna. Viðurkenning fyrir nautgriparækt kom í hlut Helga Steinssonar og Ragnheiðar Þorsteinsdóttur á Syðri-Bægisá og viðurkenningu fyrir sauðfjárrækt hlutu Guðmundur Skúlason og Sigrún Franzdóttir á Staðarbakka. Þau eiga hrútinn á myndinni. Hann var valinn bes...

Fundargerð - 16. apríl 2008

Miðvikudaginn 16. apríl 2008 kl. 19:30 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 26. fundar  í Þelamerkurskóla. Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra. Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.   Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir. &nb...