Fundargerð - 22. apríl 2008

Þriðjudaginn 22. apríl 2008 kl. 13:30 kom framkvæmdanefnd Þelamerkurskóla saman til fundar í skólanum. Á fundinum voru Axel Grettisson, Helgi Bjarni Steinsson, Ingi-leif Ástvaldsdóttir og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem skrifaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

1.        Ársreikningur fyrir árið 2007

Lagður fram ársreikningur Þelamerkurskóla fyrir árið 2007. Skv. ársreikningnum urðu rekstrartekjur skólans 23,3 millj. kr. á árinu og rekstrargjöld að meðtöldum fjármagnsliðum 136,1 millj. kr. Framlög sveitarfélaganna urðu því 112,8 millj. kr.

Ársreikningurinn var yfirfarinn og síðan staðfestur af framkvæmdanefndinni og skólastjóra.

 

2.        Kaup á Laugalandi

Tekið fyrir að nýju bréf stjórnar Legats Jóns Sigurðssonar, dags. 7. jan. 2008, um viðræður um hugsanleg kaup á landi og lóðum Laugalands, sjá fundargerð framkvæmdanefndar 5. febr. 2008 (2. mál).

Framkvæmdanefndin samþykkti fyrir sitt leyti að fram færu formlegar viðræður um hugsanleg kaup á jörðinni Laugalandi, í heild eða að hluta.

Lagt fram bréf, dags. 16. apríl 2008, frá Gunnlaugu Ósk Sigurðardóttir og Torfa Þórarinssyni, Skógum, þar sem óskað er eftir meðmælum með því að þau geti fengið íbúðarhúsið á Laugalandi keypt af Legati Jóns Sigurðssonar.

Að þessu tilefni tekur framkvæmdanefndin fram að Þelamerkurskóli hefur húsið á leigu og að svo stöddu stendur ekki til að breyta því af hennar hálfu.

 

3.        Útleiga, verðskrá o.fl.

Farið yfir fyrirkomulag á umsjón með útleigu á herbergjum. Ákveðið var að fela húsverði að annast alla umsjón með útleigunni.

Rætt um verðskrá fyrir gistingu og útselt fæði í skólanum.

 

4.        Skólamálafundur

Rætt um tímasetningu á vinnufundi sem fyrirhugaður var eftir páska, fundargerð skólanefndar 3. mars 2008 (1. liður). Skólamálafundur verður haldinn 31. maí 2008.

 

5.        Skóladagatal 2008-2009

Drög að skóladagatali skólans 2008-2009 lögð fram. Þar er gert ráð fyrir að skólasetning verði 22. ágúst 2008 og að skólaslit verði 30. maí 2009.

 

6.        Ljósleiðaramál

Rætt um hugsanlega lagningu ljósleiðara frá Litla-Dunhaga að Þelamerkurskóla. Ákveðið var fela skólastjóra að kanna kostnað og aðra þætti þess að skólinn verði tengdur ljósleiðaraneti Tengis hf.

 

7.        Rafgæðamál í Þelamerkurskóla

Lögð fram skýrsla frá Hélogi ehf. um rafgæðamælingar í Þelamerkurskóla. Ákveðið var fela skólastjóra að kanna kostnað við úrbætur þeirra atriða sem tilgreindir í skýrslunni.

 

8.        Vígsla sparkvallar

Rætt um fyrirkomulag á vígslu sparkvallar, sem verður 25. apríl nk.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 15:00