Fréttasafn

Söfnun fyrir UNICEF

Þann 23. apríl næstkomandi mun Þelamerkurskóli taka þátt í verkefni í samvinnu við UNICEF-hreyfinguna á Íslandi. Í því felst að nemendur fræðast um jafnaldra sína í öðrum heimshlutum og safna fé fyrir þurfandi börn um allan heim með því að stunda holla hreyfingu. Í fræðsluefninu er sagt frá lífi barna í þróunarlöndum, gleði þeirra og sorgum. Til að hjálpa nemendunum að fá útrás fyr...

Fundir um þjóðlendumál

Fundur um framkomnar kröfur ríkisins um þjóðlendur á suðurhluta Mið-Norðurlands verður fimmtudaginn 17. apríl nk. í Hlíðarbæ kl. 13:30. Slíkur fundur verður líka í Freyvangi kl. 20:30 sama dag, þannig þeir viðkomandi landeigendur og aðrir áhugasamir um málið sem ekki komast á fundinn í Hlíðarbæ eru hvattir til nýta sér Freyvangsfundinn. Fundirnir byrja á umræðum um má...

Skólaakstur boðinn út

Skólaakstur úr Hörgárbyggð í Þelamerkurskóla fyrir tvö næstu skólaár hefur verið boðinn út. Útboðsfrestur rennur út næstkomandi miðvikudag kl. 19:30. Boðnar eru út fjórar akstursleiðir: 1) Búðarnes - Barká - Langahlíð - Þelamerkurskóli 2) Skriða - Tréstaðir - Þelamerkurskóli 3) Auðnir - Þelamerkurskóli (um Þelamerkurveg) 4) Lónsbakki - Bitra - Þelamerkurskóli Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu Hö...

Fundargerð - 08. apríl 2008

Þriðjudaginn 8. apríl 2008 kl. 20:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgárbyggðar saman til fundar í Þelamerkurskóla. Á fundinum voru: Oddur Gunnarsson, Aðalheiður Eiríksdóttir, Birna Jóhannesdóttir og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri.   Þetta gerðist:   1. Skútar/Moldhaugar, umsókn um námurannsóknaleyfi, leyfi fyrir afleggjara og vegi eftir girðingarstæði Lagt fram tölvubréf frá Þ...

Jón Laxdal á Gráa svæðinu

Á Gráa svæðinu í Þelamerkurskóla stendur nú yfir sýning Jóns Laxdals Halldórssonar. Jón stundaði nám við heimspeki við Háskóla Íslands og er sjálfmenntaður í myndlist. Hann hóf skapandi feril í ljóðlist sem þróaðist síðan yfir i myndlist á árunum 1980–1983. Þá starfrækti hann sýningarstaðinn Rauða húsið ásamt fjölda fólks. Jón hefur hlotið viðurkenningar og starfslaun frá íslenska ríkinu og A...