Endurbætur á aðalsal Hlíðarbæjar á lokastigi
01.02.2007
Endurbótum á aðalsalnum í Hlíðarbæ er að ljúka. Í gærkvöldi kom þar saman hópur fólks til að þrífa, setja upp gluggatjöld og laga til eftir framkvæmdirnar. Myndir af nokkrum í hópnum má sjá með því að smella á "meira" hér neðan við. Næsta laugardagskvöld er fyrsti viðburðurinn í húsinu eftir að endurbæturnar hófust, fyrir utan bridge-spilamennsku á þriðjudögum allan framkvæmdatímann...