Fundargerð - 23. janúar 2007

Gásanefnd kom saman til síns fyrsta fundar í fundarherbergi Minjasafnsins á Akureyri þriðjudaginn 23. janúar 2007 kl. 15:00. Nefndin er sett á fót á grundvelli samkomulags Hörgárbyggðar, Akureyrarbæjar og Minjasafnsins á Akureyri um uppbyggingu miðaldakaupstaðar á Gáseyri, frá 18. desember 2006. Í nefndinni eiga sæti Guðrún M. Kristinsdóttir frá Minjasafninu, Halla Björk Reynisdóttir frá Akureyrarbæ og Jóhanna María Oddsdóttir frá Hörgárbyggð. Á fundinn komu allir nefndarmenn og auk þess Kristín Sóley Björnsdóttir, verkefnisstjóri, Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri Hörgárbyggðar, Ingólfur Ármannsson, formaður Gásafélagsins, og Þórgnýr Dýrfjörð, menningarfulltrúi Akureyrarbæjar.

 

Í umboði oddvita sveitarstjórnar Hörgárbyggðar setti Guðmundur Sigvaldason fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

Þetta gerðist:

 

1. Kosning formanns og ritara

Jóhanna María Oddsdóttir var kosin formaður nefndarinnar og Guðrún M. Kristinsdóttir var kosin ritari hennar.

 

2. Erindisbréf nefndarinnar og fyrirkomulag á starfi nefndarinnar

Dreift var erindisbréfi nefndarinnar, sem afgreitt var af sveitarstjórn Hörgárbyggðar 18. október 2006. Einnig var dreift ofangreindu samkomulagi á fundinum.

Miklar umræður urðu um stöðu Gásaverkefnisins og næstu verkefni við uppbyggingu miðaldakaupstaðarins.

Ákveðið að stefna að fundum nefndarinnar mánaðarlega fram á vor, en oftar ef þörf krefur. Fundað verður í Minjasafninu.

 

3. Verkefni framundan

Rætt um að helstu verkefni nefndarinnar næstu mánuði verði:

  • Viðræður við landeigendur (Jóhanna, Kristín, Guðmundur)
  • Gerð viðskiptaáætlunar (Halla Björk, Kristín)
  • Hönnun kynningarefnis á framtíðarútliti miðaldakaupstaðarins (Guðrún, Kristín)

 

4. Önnur mál

Ákveðið að gerð verði fjárhagsætlun fyrir Gásaverkefnið, annars vegar rekstraráætlun og hins vegar framkvæmdaáætlun, fyrir árið 2007. Áætlunin verði lögð fyrir næsta fund nefndarinnar.

Ákveðið að næsti fundur nefndarinnar verði 7. febrúar nk. kl. 20:00 í Glerárgötu 26.

 

Fleiri gerðist ekki – fundi slitið kl. 16:40