Fundargerð - 16. janúar 2007
Fundur var haldinn í félagsmála- og jafnréttisnefnd Hörgárbyggðar þriðjudaginn 16. janúar 2006. Fundurinn var haldinn í Þelamerkurskóla.
Mætt voru:
Fundurinn hófst kl. 16:30.
1. Guðmundur greindi frá því að reglur um félagslega heimaþjónustu í Hörgárbyggð, sbr. 30. gr. laga um málefni aldraðra og 24. og 25. gr. laga um málefni fatlaðra virtust ekki hafa verið staðfestar af sveitarstjórn, þó að drög að þeim hefði verið gerð. Hann lagði fram uppkast að slíkum reglum, sem byggja á fyrri drögum og reglum tveggja annarra sveitarfélaga.
Að loknum umræðum um uppkastið samþykkti nefndin að leggja til við sveitarstjórn staðfesta reglur um félagslega heimaþjónustu fyrir sveitarfélagið skv. uppkastinu.
2. Unnar ræddi nánar þá hugmynd sem rædd á síðasta fundi um félagsstarf fyrir eldri borgara í sveitarfélaginu. Ákveðið að vinna áfram að málinu.
3. Lagt fram bréf frá Önnu Lilju Sigurðardóttur, skólastjóra, þar sem sótt er um styrk vegna aksturs einhverfs barns til talmeinafræðings á Akureyri.
Nefndin taldi rétt að orðið sé við þessari umsókn.
Í tilefni af þessu erindi var rætt mikilvægi þess að til séu verklagsreglur um hvernig eigi að veita hina ýmsu þjónustuþætti í málefnum aldraðra og fatlaðra.
4. Rætt um gerð jafnréttisáætlunar fyrir Hörgárbyggð, sbr. fundargerð síðasta fundar nefndarinnar. Guðjóni var falið að gera drög að slíkri áætlun og leggja fyrir næsta fund.