Fundargerð - 18. janúar 2007
Fimmtudaginn 18. janúar 2007 kom stjórn Íþróttamiðstöðvarinnar saman til fundar í íþróttahúsinu. Mættir voru: Axel Grettisson, Helgi Steinsson, Lárus Orri Sigurðsson og Guðmundur Sigvaldason, sem ritaði fundargerð.
Fundurinn hófst kl. 15:45.
Fyrir var tekið:
1. Vaktaplan
Forstöðumaður lagði fram vaktaplan fyrir þann tíma ársins sem skólastarf stendur yfir. Rætt var um mönnun á vöktun á kvöldin og um helgar.
Samþykkt var að leggja til við sveitarstjórnirnar að bætt verði við starfsmanni frá kl. 12 á laugardögum og sunnudögum. Lauslegar áætlaður kostnaður er 900.000 kr. á ári. Jafnframt var ákveðið að viðbótarmönnun á kvöldin verði skoðuð nánar.
2. Öryggismál
Rætt um innbrotavarnir og önnur öryggismál Íþróttamiðstöðvarinnar. Ákveðið var að kannaður verði kostnaður við upptöku og rekstur öryggiskerfa fyrir Íþróttamiðstöðina.
3. Viðhald
Forstöðumaður ræddi viðhaldsverkefni í Íþróttamiðstöðinni. Ákveðið að forstöðumaður taki saman lista yfir fyrirliggjandi stærri viðhaldsverkefni og þeim verði raðað í forgangsröð. Listinn verði lagður fyrir næsta fund stjórnarinnar. Fundarmenn fóru stutta skoðunarferð um Íþróttamiðstöðina.