Frábær hrútur á Staðarbakka
26.01.2007
Lömb frá frá Staðarbakka í Hörgárdal hafa komið út með ágætum í kjötmati undanfarin ár, en í haust slógu afkvæmi hrútsins Króks á Staðarbakka öll met í kjötmati fyrir gerð. Af 17 sláturlömbum undan honum sl. haust fór 9 í hæsta gæðaflokk og hin 8 fóru í næsthæsta gæðaflokk. Frá þessu er sagt á heimasíðu Búgarðs, sjá hér.