Fréttasafn

Lífshlaupið

Í febrúar stendur ÍSÍ í annað sinn fyrir fræðslu- og hvatningarverkefninu Lífshlaupið. Í því felst að fólk skráir alla hreyfingu sína inn í form á vefsíðunni www.lifshlaupid.is og tekur þar með þátt í vinnustaðakeppni, hvatningarleik fyrir grunnskóla eða einstaklingskeppni eftir því sem við á. Gildi hreyfingar fyrir heilsu og vellíðan er ótvíræð, svo að þeir sem telja sig þurfa að hreyfa sig ...

Þorrablótin á næsta leyti

Nú er tími þorrablótanna í Hörgárbyggð að renna upp. Næsta laugardag 31. jan. verður þorrablótið á Melum. Það hefst með borðhaldi kl. 21:00. Það verður með hefðbundnu sniði þar sem gestir koma með trog sín yfirfull af dýrindis góðgæti. Laugardaginn 7. febrúar verður svo þorrablót Hörgárbyggðar haldið í Hlíðarbæ. Brottfluttir sveitungar eru velkomnir. Húsið opnað kl. 20:00. Fordrykkur í b...

Sýndu hvað í þér býr

Dagana 4. og 5. febrúar verður hér í Eyjafirðinum námskeiðið "Sýndu hvað í þér býr" sem er á vegum Ungmennafélags Íslands (UMFÍ), Bændasamtakanna og Kvenfélagasambands Íslands. Markmiðið með námskeiðinu er að efla starf aðildarfélaganna og þjálfa einstaklinga til starfa. Þátttakendur í námskeiðinu fá þjálfun í ræðumennsku og fundarsköpum. Námskeiðið er öllum opið. Þetta námskeið er tilvalið ...

Folaldasýning Framfara

Á laugardaginn var hrossaræktarfélagið Framfari með folaldasýningu, sem tókst afar vel. Sýnd voru hvorki meira né minna en 64 folöld í tveimur flokkum. Efstu folöld í hvorum flokki voru undan hestagullinu Álfi frá Selfossi.  Í flokki hestfolalda sigraði Álmur frá Skriðu. Hann er undan Dalrós (Mola frá Skriðu dóttur) frá Arnarstöðum. Í flokki merfolalda sigraði Leynd frá Li...

Fundargerð - 21. janúar 2009

Miðvikudaginn 21. janúar 2009 kl. 21:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 36. fundar  í Þelamerkurskóla. Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra. Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.   Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir. &n...

Fundargerð - 21. janúar 2009

Miðvikudaginn 21. janúar 2009 kl. 20:00 kom húsnefnd félagsheimilanna í Hörgárbyggð saman til fundar í Þelamerkurskóla. Á fundinum voru Árni Arnsteinsson, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir og Jóhanna María Oddsdóttir, auk Sighvats Stefánssonar, húsvarðar Hlíðarbæjar, og Braga Konráðssonar og Evu Maríu Ólafsdóttur, umsjónarmanna Mela. Fundurinn var haldinn á undan fundi sveitarstjórnar og því voru aðrir sv...

Kirkjukórinn til Rómar

Kirkjukór Möðruvallasóknar stefnir að því að fara í tónleikaferð til Rómar 10.-17. ágúst í sumar. Það sem meira er, allir sem áhuga hafa, eru velkomnir með. Allar upplýsingar um ferðina er að fá hjá Hjalta Páli í síma 694 4343, netfang hjalti@afe.is og hjá sóknarpresti sr. Solveigu Láru Guðmundsdóttur. Starf kórsins stendur með miklum blóma. Fyrir utan að syngja í messum hefur hann haldið tónleika...

Fundargerð - 15. janúar 2009

Fyrsti fundur ársins 2009   Staður:          Kennarastofa Þelamerkurskóla Stund:           Fimmtudaginn 15. janúar 2009, kl. 14:30-16.00   Formaður skólanefndar Jóhanna Oddsdóttir setti fundinn og kynnti fyrirliggjandi dagskrá.   1. Skólaárið 2008-2009 a) Mannahald Sl. haust þrufti a...

Kindum bjargað úr klettum

Það er víðar en í Esjunni (sbr. frétt RÚV um síðustu helgi) sem kindum er bjargað úr klettum. Milli jóla og nýárs var ær bjargað af klettasyllu í gilinu milli Fornhaga og Dagverðartungu. Það voru Þór í Skriðu og Róbert í Litla-Dunhaga sem björguðu kindinni, sjá hér nánar. Í september í haust var svo lambi bjargað úr Háafjalli á móts við Staðarbakka. Björgunarsveitarmennirnir Anton, Sigurður o...

Fjölmenni á vígslu sundlaugarinnar

Í dag voru endurbætunar á sundlauginni á Þelamörk formlega vígðar að viðstöddu hátt á annað hundrað manns. Eftir tónlistaratriði, fimleikasýningu, lýsingu á framkvæmdinni, veitingu viðurkenninga og blessun sóknarprestsins var klippt á borða til vitnis um formlega opnun laugarinnar. Síðan stungu oddvitar Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar sér fyrstir allra í nývígða laugina. Á mynd...