Fjölmenni á vígslu sundlaugarinnar
Í dag voru endurbætunar á sundlauginni á Þelamörk formlega vígðar að viðstöddu hátt á annað hundrað manns. Eftir tónlistaratriði, fimleikasýningu, lýsingu á framkvæmdinni, veitingu viðurkenninga og blessun sóknarprestsins var klippt á borða til vitnis um formlega opnun laugarinnar. Síðan stungu oddvitar Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar sér fyrstir allra í nývígða laugina. Á myndinni er Árni Arnsteinsson, fv. formaður UMSE m.m., að klippa á borðann með aðstoð Steinunnar Erlu Davíðsdóttur og Guðlaugar Jönu Sigurðardóttur, sem eru efnilegar íþróttakonur.
Hönnun endurbótanna var í höndum Verkfræðistofu Norðurlands, Raftákns og Landslag ehf. Aðalverktaki framkvæmdanna var B. Hreiðarsson ehf. Þessum aðilum var þökkuð vel unnin störf að framkvæmdunum.
Oddvitar að loknu vígslu-sundsprettinum.
Hluti gestanna við vígsluna.
Eva Margrét Árnadóttir spilaði í upphafi vígslu-athafnarinnar
Fimleikahópurinn í uppstillingu
Þóra Björk Stefánsdóttir spilaði við athöfnina
Forsvarsmenn B. Hreiðarsson ehf. taka við blómvendi fyrir vel unnin störf.
Helgi Jóhannsson, fyrsti forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar, og kona hans, Kristín Eiríksdóttir taka við blómvendi fyrir 14 ára starf.
Kiddi Lór. gefur góð ráð