Fundargerð - 21. janúar 2009

Miðvikudaginn 21. janúar 2009 kl. 20:00 kom húsnefnd félagsheimilanna í Hörgárbyggð saman til fundar í Þelamerkurskóla. Á fundinum voru Árni Arnsteinsson, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir og Jóhanna María Oddsdóttir, auk Sighvats Stefánssonar, húsvarðar Hlíðarbæjar, og Braga Konráðssonar og Evu Maríu Ólafsdóttur, umsjónarmanna Mela. Fundurinn var haldinn á undan fundi sveitarstjórnar og því voru aðrir sveitarstjórnarfulltrúar en húsnefndarmenn einnig viðstaddir fundinn, þ.e. Helgi B. Steinsson og Birna Jóhannesdóttir, auk Guðmundar Sigvaldasonar, sveitarstjóra.

 

Þetta gerðist:

 

1. Gjaldskrá félagsheimilanna

Lögð fram drög að nýrri gjaldskrá fyrir félagsheimilin.

Að loknum umræðum var samþykkt að leggja breytta gjaldskrá til við sveitarstjórn.

 

2. Stólar og borð félagsheimilanna

Umræður urðu um stólamál félagsheimilanna og borð fyrir hlaðborð í Hlíðarbæ. Þegar þorrablót eru á Melum vantar fleiri stóla þar. Ákveðið að samnýta stóla og borð beggja félagsheimilanna eftir föngum.

 

Fleira ekki fært til bókar og fundi slitið kl. 21:00.