Fréttasafn

Verkefnastyrkir til menningarmála

Menningarráð Eyþings hefur auglýst eftir umsóknum um styrki á grundvelli samnings menntamálaráðuneytisins og samgönguráðuneytis við Eyþing frá 27. apríl 2007. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á svæði Eyþings. Um er að ræða aukaúthlutun á þessu ári. Þau verkefni sem fá forgang að þessu sinni þurfa að uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna ...

Endurbætur á Hlíðarbæ hafnar á ný

Hafin er vinna við endurbætur á félagsheimilinu Hlíðarbæ. Anddyri hússins verður breytt verulega og snyrtingarnar endurgerðar frá grunni. Þar sem nú er fatahengi í anddyrinu verður útbúin setustofa og fatahengið fært til og minnkað. Gerð verður aðstaða til að bera fram veitingar í anddyrinu, þannig að unnt verður að nota anddyrið fyrir samkomur án þess að aðalsalurinn sé opnaður. Hö...

Miðaldadagar á Gásum um helgina

Miðaldastemming mun ríkja á Gásum helgina 19. og 20. júlí kl. 11-17. Á laugardeginum kl. 12:30 mun Svanfríður I. Jónasdóttir, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, bregða sér i gervi héraðshöfðingja og setja kauptíðina á Gásum að fornum sið og sönghópurinn Hymnodia syngur lög frá miðöldum. Að því loknu gefst gestum miðaldadaganna kostur á því að upplifa starfshætti og menningu síðmiðalda. Kaupmenn og...

Jötungíman í Þríhyrningi

Sveppurinn jötungíma birtist fyrir ofan Þríhyrning í Hörgárdal fyrir um mánuði síðan. Hann var óvenjusnemma á ferðinni í ár, en flest árin síðan 1988 hefur hann látið sjá sig þar. Þessi sveppur vex aðeins þremur öðrum stöðum á landinu svo vitað sé. Hann er stærsti sveppur á Íslandi og getur orðið yfir 60 sm í þvermál. Myndin til vinstri er tekin fyrir nokkrum dögum af einum sveppanna í Þríhyr...

Aðalskipulagstillaga auglýst

Tillaga að aðalskipulagi Hörgárbyggðar liggur nú frammi á skrifstofu sveitarfélagsins og auglýst hefur verið eftir hugsanlegum athugasemdum við hana. Ekki hefur verið í gildi neitt aðalskipulag fyrir Hörgárbyggð svo að um er að ræða merkan áfanga í skipulagsmálum sveitarfélagsins. Vinna við gerð aðalskipulagsins hófst haustið 2005 og hefur hún staðið með hléum síðan. Athugasemdafres...

Fundargerð - 06. júlí 2008

Sunnudaginn 6. júlí 2008 kl. 20:30 boðaði formaður húsnefndar, Árni Arnsteinsson, til fundar í Hlíðarbæ.  Fundinn sátu eftirtaldir: Húsnefndin: Árni Arnsteinsson, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir og Jóhanna María Oddsdóttir.  Ennfremur voru á fundinum Birna Jóhannesdóttir, Guðmundur Sigvaldason, Jóhannes Axelsson, Ragnheiður Sverrisdóttir, Sighvatur Stefánsson og Þorsteinn Áskelsson. Guðný Fjó...