Jötungíman í Þríhyrningi
15.07.2008
Sveppurinn jötungíma birtist fyrir ofan Þríhyrning í Hörgárdal fyrir um mánuði síðan. Hann var óvenjusnemma á ferðinni í ár, en flest árin síðan 1988 hefur hann látið sjá sig þar. Þessi sveppur vex aðeins þremur öðrum stöðum á landinu svo vitað sé. Hann er stærsti sveppur á Íslandi og getur orðið yfir 60 sm í þvermál. Myndin til vinstri er tekin fyrir nokkrum dögum af einum sveppanna í Þríhyrningi. Með því að smella á meira . . . hér fyrir neðan er hægt að sjá mynd sem sýnir hvar sveppirnir eru miðað við bæjarhúsin í Þríhyrningi. Þeir sjást sem þrír hvítir blettir fyrir ofan túnið. Nánar um sveppinn á heimasíðu Guðríðar Gyðu Eyjólfsdóttur, sveppafræðings, sjá hér.