Skipulagsauglýsingar
22.04.2009
Nú eru tvær skipulagsauglýsingar í gildi í Hörgárbyggð, þ.e. aðalskipulagsauglýsing og deiliskipulagsauglýsing.
Í deiliskipulagsauglýsingunni eru auglýst tvö deiliskipulög, annað varðar byggingu skála fyrir ferðaþjónustu í landi Moldhauga og hitt byggingu íbúarhúss á Neðri-Rauðalæk. Auglýsingin er hér.
Aðalskipulagsauglýsingin varðar niðurfellingu einnar setningar úr texta aðskipulagsins. Setningin fjallar um skyldu til að gera deiliskipulag vegna allra nýrra bygginga í sveitarfélaginu og lagt er til að hún falli niður. Eftir sem áður gera skipulagslögin ráð fyrir að alltaf sé gert deiliskipulag, en í þeim er líka möguleiki á undanþágu frá því ákvæði. Auglýsingin er hér.