Fréttasafn

Viðbygging við leikskólann hafin

Hafin er viðbygging við leikskólann í Álfasteini. Það er Katla ehf., byggingafélag, sem tekið hefur að sér að byggja húsið. Viðbyggingin er 160 fermetrar að stærð. Hún er teiknuð af Þresti Sigurðssyni hjá teiknistofunni Opus ehf. Gert er ráð fyrir að lokið verði við viðbygginguna fyrir árslok....

Sveitarstjóraskipti

Í gær var fyrsti vinnudagur Guðmundar Sigvaldasonar á skrifstofu Hörgárbyggðar. Hann tók þá við starfi sveitarstjóra Hörgárbyggðar af Helgu A. Erlingsdóttur, sem gegndi starfinu frá haustinu 2002. Helgu eru þökkuð vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins. Henni fylgja góðar óskir um skjótan bata og velfarnað í framtíðinni....