ENDURSKOÐUN SKÓLASTEFNU HÖRGÁRSVEITAR.
01.12.2019
ENDURSKOÐUN SKÓLASTEFNU HÖRGÁRSVEITAR.
Samkvæmt ákvæði í skólastefnu sveitarfélagsins skal hún endurskoðuð nú árið 2019. Fræðslunefnd Hörgársveitar hefur hafið endurskoðunina í samvinnu við skólastofnanir sveitarfélagsins auk þess sem haldinn hefur verið opinn íbúafundur þar sem sveitungar voru hvattir til að eiga samtal um stefnuna.
Skólastefnuna er að finna hér https://www.horgarsveit.is/static/files/thjonusta/menntun-og-fraedsla/skolastefna-lokautgafa.pdf
Með þessari könnun kallar fræðslunefnd eftir frekari athugasemdum frá foreldrum sem og sveitungum öllum.
Könnunin verður opin til þriðjudags 10. desember.
Fara inná könnun hér: