Tímasetning gangna haustið 2018
20.07.2018
Fjallskilanefnd Hörgársveitar samþykkti á fundi sínum þann 12. júlí 2018 að fyrstu göngur haustið 2018 verði víðast hvar frá miðvikudeginum 12. september til sunnudagsins 16. september og að aðrar göngur verði víðast hvar viku síðar. Frávik frá þessum dagsetningum ef til koma, verða kynnt tímanlega.