Fundargerð - 26. ágúst 2005

Föstudagskvöldið 26. ágúst 2005 kom fjallskilanefnd Hörgárbyggðar saman til fundar á Staðarbakka, mættir Guðmundur Skúlason, Aðalsteinn H Hreinsson og Stefán L Karlsson. Einnig sat Helgi Steinsson oddviti Hörgárbyggðar fundinn.

 

Eftirfarandi fært til bókar:

 

1.  Fundargerð síðasta fundar undirrituð.

 

2. Ákveðið var að færa 1. göngur í Öxnadal til fyrra horfs, það er að ganga þær á laugardegi og sunnudegi og rétta í Þverárrétt á mánudagsmorgni.

 

3.  Farið var ítarlega yfir drög að gangnaseðlum sem fjallskilastjóri var búinn að frumvinna fyrir hverja fjallskiladeild og þau unnin til útsendinga. Að öðru leyti vísast í gangnaseðla sem dreift verður á öll heimili í Hörgárbyggð sem fá álögð gangnadagsverk út á fé, fjárlausum landeigendum verður sent sérstakt bréf um þeirra gangnaskyldu.

 

4.  Flutningur á úrtíning verður með sama sniði og haustið 2004 (sjá lið 5 í fundargerð annars fundar fjallskilanefndar 2004).

 

Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 23:01.