Meira umferðaröryggi
31.10.2006
Í dag voru settir upp þrír ljósastaurar við þjóðveginn hjá Þelamerkurskóla til viðbótar við þá sem þar voru fyrir. Þar voru að verki Herbert Hjálmarsson, Sigmundur Þórisson og Valdimar Valdimarsson frá RARIK. Uppsetning ljósastaura var meðal þess sem rætt var á fundi um að auka umferðaröryggi skólabarna í Þelamerkurskóla, sem var haldinn í skólanum 2. mars sl. Fyrr í haust setti Vegagerðin vegrið á sam stað, eins og um var talað á fundinum.