Halloween-partí
24.10.2006
Á laugardaginn, fyrsta vetrardag, var Halloween-partí hjá 1. - 4. bekk Þela-merkurskóla. Það var haldið í fjós-hlöðunni hjá Árna og Boggu í Stóra-Dunhaga. Foreldrar krakkanna í bekkjunum skipu-lögðu dagskrána og hlaðan var skreytt með alls kyns verum og draugum. Heilmikið var um að vera, grill, ratleikur, öskurkeppni og bragðað á gotteríi. Börn og fullorðnir komu í búningum sem hæfðu tilefninu, eins og myndirnar sýna: mynd 1, mynd 2, mynd 3, mynd 4. Hugmyndin er frábær og dagurinn var skemmtilegur.